Útgáfuteiti, Gönguleiðir að fjallabaki

 20 May
 Eymundsson, bókabúð, Skólavörðustíg 11, Reykjavík
  - - -
 Íris Marelsdóttir
Kæru vinir nær og fjær, Langþráð markmið er í höfn, bókin Gönguleiðir að Fjallabaki er komin út með góðri aðstoð Forlagsins. Þetta er búið að vera skemmtilegt verkefni og bestu þakkir til ykkar allra fyrir þolinmæði og hvatningu. Klára það sem hafið er og „snúa ekki við út í miðri á“! Útgáfuteiti verður í bókaverslun Eymundssonar á Skólavörðustíg 11, miðvikudaginn 20. maí kl. 17-19. Vilhelm Gunnarsson og Logi Halldórsson eru aðalmyndasmiðir bókarinnar. Þúsundþjalasmiðurinn og eiginmaður til 30 ára, Árni Ingólfsson, er höfundur GPS ferla. Hlökkum til að sjá ykkur. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir! Íris Marelsdóttir

More Events In

 19 November, Saturday
 
 15 December, Thursday