Sameiginleg vor Herferð Reykjanesbæjar og Reykjavikur

 24 May
 Flugvallarbraut 730, 235 Keflavík
  - - -
 Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ
Nú erum við farin að huga að vorferð Hersins. Hugmyndin er að fara í dagsferð til Vestmannaeyja á Hvítasunnudag. Við myndum leggja snemma af stað frá flokknum og ná Herjólfi í Landeyjarhöfn kl. 9.45. Þá væri frjáls tími í bænum fram til kl. 12.00 þegar við myndum borða saman. Kl. 13 myndum við taka þátt í samkomu hjá Hvítasunnumönnum í Eyjum. Að henni lokinni myndum við fara í skoðunarferð um Eyjuna fögru grænu, fá okkur kaffisopa og njóta lífsins. Áætluð heimferð frá Eyjum væri kl. 18.30. Við erum að kanna með verð, en miðum við að hámarkskostnaður verði kr. 5000. ATH! ferðin verður aðeins farið ef báturinn fer um Landeyjarhöfn- annars finnum við upp á plani B. Skráning er hjá Hjördís hjordis@herinn.is 6902468 eða Ingvi ingvi@herinn.is eða í síma 6635909

More Events In

 15 December, Thursday