Ragnhildarvaka -Duo Stemma

 16 May
 Á Galtalæk inn við flugvölll
  - - -
 Hilda Torfadóttir
Dúó Stemma halda tónleika á Galtalæk laugardaginn 16. maí kl 13:30 til styrktar Parkinsonsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Klukkustundarlangir tónleikar þeirra byggjast á íslenskum þjóðlögum. Meðal annars.verk eftir Snorra Sigfús Birgisson sem heitir " Fimm lög frá Gautlöndum” sem byggist á þjóðlögum sem afasystir Herdísar, Hólmfríður Pétursdóttir (1889 -1974), söng inn á segulband sumarið 1969. Þá mun Dúó Stemma leika eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum og leika á ýmis óhefðbundin heimatilbúin hljóðfæri. Frítt er inn á tónleikana, en tekið við frjálsum framlögum, sem renna til Parkinsonsfélags Akureyrar og nágrennis.

More Events In

 15 December, Thursday