Listahátíð í Reykjavík IV: Gyða Valtýsdóttir

 06 June
 Mengi
 Óðinsgata 2 - 101 - Reykjavík - Iceland
 Mengi
For the second year in a row, the Reykjavík Arts Festival and culture house Mengi will collaborate on a concert series during the festival. Mengi has for the past few years run a vibrant programme, boosting Reykjavík’s cultural life with various events such as concerts and musical happenings, receiving nominations for the Icelandic Music Awards and the DV Culture Prize. This year, Mengi will host four concerts during the festival. Four Saturdays in a row, women musicians will appear at Mengi; women who are either at the height of their career or taking their first steps in the music world. Galagalactic is an ode to infinity. It spirals in a figure eight pattern, all directions simultaneous. Every grain of sand magnified reveals a unique form and color as every sound has it´s own distinct texture and overtones. In Galagalactic, Gyda Valtysdottir, armed with bow and cello, will embroider moments of the infinite and offer to the audience a spiraling path to the inner spheres of the senses Gyða Valtýsdóttir is a polychromatic performer, trained and untamed classically. She started in her early teens as one of the founding members of the dream-pop group múm but left the band to pursue her studies. She found her way through the labyrinth of higher education, double mastering from Hochschule für Musik, Basel, where her main teachers were Thomas Demenga and Walter Fähndrich. She moves vividly between music realms, composing, performing and recording with various musician & artists such as Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson, múm, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Guy Maddin, Ragnar Kjartansson and many others. Entrance fee is 3.000 kronur /// Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningarhúsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Mengi hefur undanfarið ár haldið uppi fjölbreyttri dagskrá og lífgað upp á menningarlíf Reykjavíkur með ýmsum viðburðum s.s. tónleikum, tónlistargjörninum og fleira og hefur bæði verið tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Í ár verða fernir tónleikar haldnir í Mengi á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á stokk konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins. Laugardaginn 6. júní mun Gyða Valtýsdóttir flytja verkið Galagalactic sem er óður til eilífðarinnar. Það snýst í áttu, allar áttir samtímis. Hvert korn af sandi séð með auga smásjárinnar birtir liti og form svo sem sérhvert örhljóð hefur sinn stakleika, áferð og yfirtóna. Galagalactic er leikur að þessari litadýrð kosmískra agna og einda. Gyða Valtýsdóttir, vædd boga og sellói, mun spinna óð áttunnar úr augnablikinu og bjóða áheyrendum að æða um áttavillt í eilífðinni. Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ragnari Kjartanssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni o.fl. Miðaverð er 3000 krónur

More Events In Reykjavík

 25 October, Tuesday
 Reykjavík
 28 October, Friday
 Reykjavík
 08 March, Wednesday
 Reykjavík
 12 May, Friday
 Reykjavík
 05 November, Saturday
 Reykjavík