Lára Rúnarsdóttir

 05 June
 Græni hatturinn
 Hafnarstræti 96 - 600 - Akureyri - Iceland
 Haukur Tryggvason
Lára Rúnars ólst upp við dynjandi ryþma hljómsveitarinnar Grafík og S-Ameríska gítartónlist föður síns sem seinna kynnti hana fyrir listamönnum á borð við Leonard Cohen, Tom Waits, Joni Mitchell og Nick Cave. Þegar Lára var unglingur tók við ljóðalestur og protools sem á endanum leiddu til fyrstu plötu Láru Rúnars sem kom út árið 2003, Standing Still. Ári síðar hitaði Lára Rúnars upp fyrir Damien Rice sem leiddi til enn frekara samstarfs á plötu Láru sem kom út árið 2006, Þögn. Þar gætti áhrifa frá Stinu Nordenstam, Blonde Redhead og Cardigans svo eitthvað sé nefnt. Á þriðju plötu Lára Rúnars, Surprise, kvað við nýjan tón. Platan sló í gegn á Íslandi og áhugi spratt að utan í kjölfarið. Viðtóku fjörugar tónlistarhátíðir á borð við The Great Escape, Eurosonic, Spot Festival auk sérstakra tónleika Q Magazine í London þar sem Lára hitaði uppfyrir Amy MacDonald. Fjórða plata Láru Rúnars, Moment, kom út árið 2012 og fengu þar dekkri og ögrandi hliðar Láru að njóta sín. Við gerð plötunnar segist Lára hafa verið undir áhrifum frá sterkum tónlistarkonum eins og PJ Harvey, Björk og Bat For Lashes en þau áhrif eru augljós í melódísku en angurværu indí-poppi Láru Rúnars. Sumarið 2013 fór Lára Rúnars ásamt Mugison, Jónasi Sig, Ómari Guðjóns, Arnari Þór Gíslasyni og Guðna Finnssyni á tónleikaferð um landið á eikarbát. Úr varð ævintýri Áhafnarinnar á Húna sem fékk töluverða umfjöllun í fjölmiðlum landsins. Síðast liðið ár hefur Lára Rúnars verið að vinna plötu í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson. Platan sem er draumkennd og ævintýraleg hefur fengið titilinn Þel. Ólíkt fyrri plötum Láru þá er Þel öll samin og sungin á Íslensku. Útgáfudagur plötunnar er 27.maí. Í kjölfarið verða haldnir útgáfutónleikar 4.júní – Fríkirkjan Reykjavík 5.júní – Græni Hatturinn Akureyri 6.júní – Kaffi Rauðka Siglufirði Hljómsveit Láru skipa Arnar Þór Gíslason á trommur (Mugison, Áhöfnin á húna, Ensími), Guðni Finnsson (Mugison, Áhöfnin á húna, Ensími), Þorbjörn Sigurðsson (Mugison, Ensími) og Birkir Rafn Gíslason (Himbrimi, Bjartmar Guðlaugsson, Lay Low)

More Events In Akureyri

 03 November, Thursday
 Akureyri
 01 April, Saturday
 Akureyri
 02 December, Friday
 Akureyri
 15 January, Sunday
 Akureyri
 11 November, Friday
 Akureyri
 18 November, Friday
 Akureyri