Jóhannesarpassían í flutningi Kórs Langholtskirkju

 17 May
 Langholtskirkja
 Sólheimar 11-13 - 104 - Reykjavík - Iceland
 Bjarki Ármannsson
Kór Langholtskirkju hefur að undanförnu æft Jóhannesarpassíuna eftir J.S. Bach, eitt mesta og dáðasta kórverk tónlistarsögunnar, og hyggst flytja hana í Langholtskirkju þann 17. maí næstkomandi. Miðasala er hafin á Tix.is: https://tix.is/is/event/652/kor-langholtskirkju-/ Einvala lið hljóðfæraleikara mun koma fram ásamt þeim Benedikt Kristjánssyni tenór í hlutverki Guðspjallamannsins og Oddi Arnþóri Jónssyni í hlutverki Jesú. Önnur sönghlutverk verða í höndum kórmeðlima líkt og undanfarin ár, en kórinn er að mestu leyti skipaður ungum söngnemum. Davíð Ólafsson fer með hlutverk Pílatus og syngur bassaaríósó, Solveig Óskarsdóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir syngja sópranaríur og Silja Elsabet Brynjarsdóttir altaríur. Verkið er byggt á frásögn Jóhannesarguðspjalls af síðustu stundunum í lífi Jesú, píslum hans og krossfestingu. Bach málar sögusvið atburðanna á einstaklega áhrifaríkan hátt með mögnuðu tónmáli sínu. Kórinn gegnir lykilhlutverki í dramatískri framvindu frásagnarinnar og í þessu verki er að finna marga af glæsilegustu og áhrifamestu kórköflum tónlistarsögunnar.

More Events In Reykjavík

 25 October, Tuesday
 Reykjavík
 28 October, Friday
 Reykjavík
 08 March, Wednesday
 Reykjavík
 12 May, Friday
 Reykjavík
 05 November, Saturday
 Reykjavík