Fyrsti heimaleikurinn: Stjarnan - Leiknir R.

 17 May
 Samsung-völlurinn
  - - -
 Við Erum Stjörnumenn
Loksins er biðin á enda. Í fyrsta skipti í sögu félagins mætir mfl. kk til leiks á Samsungvöll sem Íslandsmeistari og reyndar sem Meistari meistaranna líka. Það eru hinir bráðfjörugu Leiknismenn sem fá það hlutverk að vera fyrsta liðið til að sækja okkur heim þetta árið en þeir eru í fyrsta skipti að spila í deild þeirra bestu. Leiknismenn byrjuðu mótið með stæl og rúlluðu yfir Val á Hlíðarenda en voru svo óheppnir að fá ekki stig úr sínum fyrsta heimaleik á móti ÍA. Mikil stemmning hefur fylgt liðinu og hafa menn talað um að Leiknir eigi einu stuðningsmannasveitina sem á eitthvað roð í Silfurskeiðina. Stjarnan er á fljúgandi siglingu og hefur sigrað báða sína leiki á tímabilinu, 0-1 á Akranesi og 0-2 í Vestmannaeyjum.Þá er liðið en taplaust í 26 leikjum í röð.Það má því segja að Stjarnan hafi hlotið óskabyrjun en liðinu er spáð 2-3 sæti af sérfræðingum. Ljóst er að barist verður fram á síðustu sekúndu bæði í stúkunni og á vellinum. Við hvetjum Stjönufólk nær og fjær til þess að styðja við liðið með því að kaupa árskort á völlinn. Hægt er að gera það á midi.is og forðast þar með biðraðir en einnig verður hægt að kaupa árskort á Samsungvelli fyrir leik. http://midi.is/ithrottir/1/8972/Arskort_a_Samsungvollinn_2015 Áfram Stjarnan!

More Events In

 15 December, Thursday