Fundur fólksins

 11 June
 Norræna húsið
 Sturlugata 5 - 101 - Reykjavík - Iceland
 Fundur fólksins 11. - 13. júní 2015
Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Hátíðin er vettvangur til fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra. Rætt verður um pólitíska hugmyndafræði á annan hátt en færi gefst í pólitísku þrasi hversdagsins. Dagskráin saman stendur af atriðum meðal annars frá: • Öllum stjórnmálaflokkunum sem sæti eiga á Alþingi • Stjórnarskrárfélaginu • Rannsóknarmiðstöð ferðamála • Samtökum atvinnulífsins • Almannaheill • UNICEF • Landvernd • ASÍ - Starfsgreinasambandinu Fundur Fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Ísland en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri á öllum hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er án efa Almedalsveckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu. Aðstandendur: Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Almannaheill, Reykjavíkurborg og samstarfsráðherra Norðurlanda.

More Events In Reykjavík

 25 October, Tuesday
 Reykjavík
 28 October, Friday
 Reykjavík
 08 March, Wednesday
 Reykjavík
 12 May, Friday
 Reykjavík
 05 November, Saturday
 Reykjavík
 28 October, Friday
 Reykjavík