Café Lingua |Sniðug málsnið - Speaking in Tongues

 21 May
 Borgarbókasafn Reykjavíkur
 Tryggvagata 15 - 101 - Reykjavík - Iceland
 Kristin R. Vilhjalmsdottir
*English below Viljið þið taka þátt í Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni? „MARGRADDA MAÍ“ Café Lingua |Sniðug málsnið Á „Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni“ fimmtudaginn 21. maí mun Borgarbókasafnið taka þátt í að varpa ljósi á mismunandi raddir og tungumál borgarbúa á öllum aldri með skemmtilegri dagskrá. Sjónum verður beint að öllum þeim fjölbreyttu tungumálum sem töluð eru í borginni. Hér er ekki endilega átt við þjóðtungur eingöngu heldur leitum við eftir fjölbreyttum orðaforða og tungutaki og fjölbreyttum tjáningarleiðum og boðskiptum. Við bjóðum öllu áhugafólki um tungumál og orðaforða úr öllum starfsstéttum að koma og kynna sitt málsnið og sitt „lingó“ á tungumálastöðvum í safninu fimmtudaginn 21. maí kl. 16-18. Dagskráin hefst með hugvekjum sem standa frá kl. 16-16.30 en að því loknu er boðið upp á lifandi tungumálastöðvar. Allir eru velkomnir að skrá sig á stöð (kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is) eða bara að líta við og drekka í sig lifandi og fjölbreyttan tungumálaheim borgarinnar. Viðburðurinn er samstarf Borgarbókasafns við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, frístundamiðstöðina Kamp, Landakotsskóla, skóla – og frístundasvið og málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins. *English Do you or your organisation want to contribute on International Day of Cultural Diversity? „MULTIPLE VOICES IN MAY“ Café Lingua |Speaking in Tongues On the International Day of Cultural Diversity, Thursday 21 May, Reykjavík City Library will play its part in highlighting the wealth of languages and voices among the city’s inhabitants in an entertaining programme of events. Attention will be drawn to the surprisingly large number of languages that are spoken in Reykjavík. Here, ‘language’ is used not only in the strict meaning of the language of a single nation or cultural area, but also to include different dialects and registers of each language, varieties in vocabulary and expressive style and all the means of communication available to us. Everyone interested in language variants and vocabulary, from all walks of life, is invited to come and give a demonstration of their way of using language in the „language centres“ in the Library on Thursday, 21 May, from 4 to 6 p.m. The programme begins with short talks from 4 to 4.30 p.m., followed by live activities in the language centres. Guests are welcome to register to contribute (kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is) or else just to drop in and sample the living variety of languages in use throughout the city. The event is a collaboration of the City Library, Reykjavik UNESCO City of Literature, the Kamp leisure activity centre, the school Landakotsskóli, Department of Education and Youth and RÚV, The Icelandic National Broadcasting Service.

More Events In Reykjavík

 28 October, Friday
 Reykjavík
 08 March, Wednesday
 Reykjavík
 12 May, Friday
 Reykjavík
 04 November, Friday
 Reykjavík
 05 November, Saturday
 Reykjavík
 28 October, Friday
 Reykjavík