ÁRSHÁTÍÐ CROSSFIT REYKJAVÍKUR 16. MAÍ 2015

 16 May
 Hveragerdi, Iceland
  - <> - -
 Jakobína Jónsdóttir
Árshátíð Crossfit Reykjavíkur verður haldin hátíðleg laugardaginn 16. maí næstkomandi! Taktu ALLAN DAGINN frá! Planið er að hittast í Crossfit Reykjavík kl. 12 og sameinast í bíla. Þaðan verður svo brunað til Hveragerðis þar sem við tekur skemmtileg dagskrá. Boðið verður upp á rjúkandi heita og góða SÚPU yfir daginn. Áður en veislan hefst um kvöldið tekur við almenn afslöppun í gömlu SUNDLAUGINNI í Hveragerði þar sem hægt verður að taka sig til. Boðið verður upp á FORDRYKK, tveggja rétta AÐALRÉTT (naut og kalkún), EFTIRRÉTT (súkkulaðiköku og ís) og svo verða góð tilboð á barnum :-) Engir aðrir en Svali & Svavar verða veislustjórar og Kiddi Bigfoot ætlar að sjá til þess að allir dansi af sér rassinn MIÐAVERÐ er 6.500 kr. og allt innifalið (súpa, sund, fordrykkur, aðalréttur og eftiréttur). Miðasala er hafin í afgreiðslu Crossfit Reykjavíkur svo endilega tryggðu þér miða sem fyrst! Það er eingöngu hægt að greiða með reiðufé. Hvort sem þú hefur æft lengi í CFR eða ert rétt að byrja þá skaltu ekki láta þessa snilld framhjá þér fara! EF ÞÚ/ÞIÐ LUMIÐ Á GÓÐU SKEMMTIATRIÐI HAFIÐ ENDILEGA SAMBAND :)

More Events In

 15 December, Thursday